Deildafundir SS eru hafnir

Árlegir deildarfundir SS í sveitum eru hafnir og verða áfram í febrúar og lýkur 1. mars næstkomandi. Í heild verða haldir 10 fundir. Á fundunum er farið yfir rekstur félagsins og rædd málefni þess og þjónusta félagsins við bændur og hvað betur má fara.

SS er samvinnufélag og grundvöllur slíkra félaga er grasrótar lýðræði þar sem félagsmenn koma saman á jafnréttisgrundvelli og ræða málin og kjósa fulltrúa sína á aðalfund félagsins sem haldinn verður 23. mars næstkomandi í félagsheimilinu Goðalandi í Fljóthlíð. Sjá nánar meðfylgjandi dagskrá deildarfunda. Bændur eru hvattir til að mæta á fundina til að ræða málin og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Dagskrá deildarfunda á pdf formi.