Kýrin Týra í Hraunkoti í Skaftárhreppi mjólkar mest íslenskra kúa

Kýrin Týra í Hraunkoti í Skaftárhreppi mjólkar nú mest allra íslenskra kúa en nyt hennar síðustu 12 mánuði er 12.554 kg, sem er hreint frábær árangur. Þá vekur athygli að önnur kýr í Hraunkoti, Fríða er nú í fjórða sæti á listanum yfir nytjahæstu kýr landsins með 12.073 kg. Í Hraunkoti eru greinilega bara úrvalskýr því búið var með hæstu meðalnytina yfir öll íslensk kúabú lok nóvember eða 8.341 kg.img_2098_tyra_i_hraunkoti

Ólafur Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir hafa búið í Hraunkoti frá 1979. Þau eru með blandað bú, um 200 vetrarfóðraðar kindur og 16-20 kýr og svo kálfa og kvígur. Þau eru sérstaklega ánægð með árangur Týru. “Týra er á öðru mjaltaskeiði, mjólkaði 8.966 kg árið 2010.  Þau hjón þakkar góðri meðalnyt á búinu fyrst og fremst góðu fóðri og þeirri vinnu sem þau hjón leggja til búsins.  Ólafur og Sigurlaug hafa um árabil notað áburð frá Yara, ásamt búfjáráburði. Allt hey er verkað í rúllur. Ólafur segir að heyefnagreinig sé nauðsynleg til að meta fóðurþörf gripanna, og gera þau einnig fóðuráætlanir eftir Norfor kerfinu.  Kúnum er síðan gefin kjarnfóður frá DLG í Danmörku sem SS flytur inn,  er kallast Kúafóður 20.  Þetta er fóðurblanda sem inniheldur 20% prótein og hentar vel hámjólka kúm með góðu heyi og heimaræktuðu byggi, en‚Ólafur segist einnig gefa kúnum heimaræktað bygg.  Afurðahæstu kýrnar fá allt að 8 kg á dag af fóðurbæti, en dagsnytin getur verið um 40 kg.  Þegar kýrnar bera, eykur hann enn kjarnfóðurgjöfina í  ca. ½ mánuð.  Þetta gerir hann til að hámarka nytjar kúnna með góðum árangri.

Það er greinilega vel hugsað um kýrnar í Hraunkoti, og má með sanni segja að þar sannast orðatiltækið  „að fé er jafnan fóstra líkt“

Myndin er birt með leyfi dfs.is
 

Styrktarbeiðni

Hér til hliðar er að finna umsóknareyðublað með styrktarbeiðni. Vinsamlega fyllið út alla reitina og að því loknu smellið á senda-hnappinn. Beiðnin mun þá berst markaðsdeild SS. Öllum umsóknum verður svarað með tölvupósti innan viku eftir að þær berast. Vinsamlegast fyllið út í þá reiti sem eru stjörnumerktir. 

Félagsdeildir 14. mars 2011

Deild Nafn Heimili Sími
A-Eyjafjalladeild Sigurður Sigurjónsson Ytri-Skógum 487 8832
A-Landeyjadeild Rafn Bergsson Hólmahjáleigu 487 1185
Álftavers- og Meðallandsdeild Guðbrandur Magnússon Syðri-Fljótum 898 0825
Árborgardeild Björn Harðarson Holti 486 3407
Ása- og Djúpárdeild Birkir Ármannsson Brekku 898 2464
Biskupstungnadeild Kjartan Sveinsson Bræðratungu 486 8944
Borgarfjarðar- og Mýrardeild Magnús Þór Eggertsson Ásgarði 435 1164
Daladeild Kjartan Jónsson Dunki 434 1395
Dyrhóladeild Einar Magnússon Norður-Hvoli 487 1251
Fljótshlíðar og Hvolhreppsdeild Kristinn Jónsson Staðarbakka 487 8319
Gaulverjabæjardeild Þorsteinn Ágústsson Syðra-Velli 486 3377
Gnúpverjadeild Úlfhéðinn Sigurmundsson Haga 482 2929
Grímsnesdeild Björn Snorrason Björk 2 486 4476
Holta og Landmannadeild Stefán Sigurðsson Þjóðólfshaga 487 5054
Hraungerðisdeild Þormóður Ólafsson Hjálmholti 482 1082
Hrunamannadeild Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir Hrafnkelsstöðum I 486 6687
Hvalfjarðardeild Kristín Helga Ármannsdóttir Ytra-Hólmi I 431 1338
Hvammsdeild Jónas Erlendsson Fagradal 487 1105
Hörglandsdeild Jón Jónsson Prestsbakka 487 4754
Kirkjubæjardeild Sverrir Gíslason Kirkjubæjarklaustri 2 487 4888
Kjósardeild Guðmundur H. Davíðsson Miðdal 566 6834
Laugardalsdeild Friðgeir Stefánsson Laugardalshólum 486 1181
Rangárvalladeild Guðmundur Ómar Helgason Lambhaga 487 5717
Skaftártungudeild Guðgeir Sumarliðason Austurhlíð 487 1366
Skeiðadeild Ingvar Hjálmarsson Fjalli 2 486 5526
Snæfells- og Hnappadalsdeild Ásbjörn Pálsson Haukatungu-syðri 435 6762
V-Eyjafjalladeild Baldur Björnsson Fitjamýri 487 8923
Villingaholtsdeild Einar Hermundsson Egilsstaðakoti 486 3344
V-Landeyjadeild Brynjólfur Bjarnason Lindartúni 487 8537
Þingvalla- og Grafningsdeild Halldór Kristjánsson Stíflisdal 848 9961
Ölfusdeild Halldór Guðmundsson Nautaflötum 483 4473
Öræfadeild Gunnar Sigurjónsson Litla-Hofi 478 1727