Næringarefni fyrir kisur

 

Listi yfir næringarefni sem eru kisum nauðsinleg og hvers vegna!

B-vítamín
B-vítamín er nauðsynlegt vegna margs konar líkamsstarfsemi, t.d. til að framleiða orku, melta amínósýrur og til framleiðslu á DNA.

 

Bíótín
Bíótín er nauðsynlegt næringarefni sem auðveldar líkamanum að brjóta niður prótín og stuðlar að heilbrigðum feldi. Með öðrum næringarefnum stuðlar bíótín að heilbrigðri húð og gljáandi feldi.

 

Kalsíum
Kalsíum er steinefni sem er í miklu magni í líkamanum. Það styrkir tennurnar og beinin og það er mikilvægt að ungir kettir fái rétta magnið til að fá sem bestan vöxt á beinagrind og vöðvum á þessum mikilvæga vaxtartíma. Kalsíum hefur líka mikla þýðingu fyrir storknun blóðs auk tauga- og vöðvavirkni.

 

Járn
Járn er nauðsynlegur þáttur í ensímum og blóðrauða (prótíninu sem flytur súrefni um líkamann). Járnskortur getur valdið blóðleysi, hamlað vexti eða aukið hættuna á sjúkdómum eða streitu.


 
Línólsýra
Línólsýra er mikilvæg, ómettuð omega-6 fitusýra. Hún sinnir mörgum hlutverkum í líkamsstarfseminni og stuðlar að heilbrigðri húð og feldi. Skortur á línólsýru veldur því að feldurinn verður mattur og þurr auk þess sem hann getur valdið hárlosi og sjúkdómum í húð.

 

Lútín
Lútín er andoxunarefni sem finnst í flauelsblómaseyði. Það verndar gula blettinn í nethimnu augans og er mikilvægt fyrir hjarta- og æðakerfi og heldur húðinni heilbrigðri.

 

Náttúrulegar trefjar – sellulósi
Trefjar og sellulósi geta dregið úr myndun hárbolta. Þær valda því að hárið á auðveldara með að fara í gegnum meltingarkerfið og hindra að hárið festist í hálsinum.

 

Náttúrulegar trefjar – sykurrófumassi
Trefjar eins og þær sem eru í sykurrófumassa meltast af góðkynjaðri bakteríu í ristlinum. Þær halda maganum í lagi og koma í veg fyrir daunillan vindgang.

 

Jurtaseyði – Yucca Schidigera
Kattafóður, sem inniheldur seyði úr Yucca Schidigera, hefur reynst draga úr óþægilegri lykt úr kattakassanum. Þetta næst með því að minnka magn daunillra sameinda (t.d. ammoníaks og súlfata) í kattaskít.

 


Fosfór
Fosfór er mikilvægt steinefni sem gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Það hefur úrslitaáhrif við myndun beina og tanna og það er mikilvægt að ungir kettir fái rétt magn til að tryggja heilbrigðan vöxt.

 

Prótín
Prótín eru mikilvæg fyrir gerð og uppbyggingu vefja, endurnýjun frumna og venjuleg efnaskipti. Prótínið kemur með amínósýrurnar sem eru nauðsynlegar í uppvextinum og í þróun vöðvanna.

 

Tárín
Tárin er mikilvæg amínósýra fyrir ketti. Það  er mikilvægt í sambandi við þróun og virkni nethimnunnar auk þess sem það stuðlar að því að hjartað starfi á sem bestan hátt. Tárínskortur getur leitt til veikingar á hjarta og í verstu tilfellum til hjartabilunar.

 

A-vítamín
A-vítamín -sem er líka þekkt sem retínól- er nauðsynlegt fyrir sjónina. Það er líka mikilvægt til að viðhalda heilbrigðri húð og beinauppbyggingu.


 
C-vítamín
C-vítamín -sem er líka þekkt sem askorbínsýra- er  mikilvægt andoxunarefni sem er lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigða frumumyndun og -fjölgun. Það hefur úrslitaáhrif varðandi það að sár grói og styrkir náttúrulegar varnir líkamans. Auk þess er það lífsnauðsynlegt við framleiðslu á bandvef og beinmassa.

 

E-vítamín
E-vítamín -eða tókóferól- er andoxunarefni sem ver frumurnar fyrir sindurefnum. Það er mikilvægt fyrir bein og frjósemi auk heilbrigðs blóðs, vöðva og tauga.

 

Sink
Sink er snefilefni sem er mikilvægt fyrir margs konar líkamsstarfsemi, þ.á m. náttúrulegar varnir líkamans. Það heldur kettinum virkum og sér til þess að húð, feldur og augu séu heilbrigð og gegnir mikilvægu hlutverki við meltingu á fitu og prótínum.

Frá fólkinu hjá Pedigree

Góður, hollur matur


Hundurinn ykkar rekur trýnið í allt. Það gerum við líka!

Þess vegna höfum við endurnýjað uppskriftirnar okkar þannig að hundurinn ykkar geti fengið þann góða og holla mat sem hann á skilið. Og eftir að við höfum nýtt okkur rúmlega 60 ára rannsóknir hjá Waltham® Centre for Pet Care & Nutrition höfum við fulla trú á því að matur, sem er í góðu jafnvægi, komi úr góðu og náttúrulega bragðgóðu hráefni. En við viðurkennum að sjálfsögðu að það er alltaf hægt að bæta hlutina. Alveg eins og hundar, sem geta aldrei hamið forvitni sína, ákváðum við að vera líka forvitnir og fórum því vandlega í gegnum þetta allt.

Með þennan bakgrunn í huga höfum við í samvinnu við dýralæknana hjá Waltham® þróað betri uppskriftir en nokkru sinni fyrr, án tilbúinna bragð- og litarefna og án viðbætts sykurs. Þessar nýju uppskriftir veita hundinum ykkar bragðgóðar máltíðir sem hann er hrifinn af – með einmitt rétt hlutfall af vítamínum, trefjum og prótínum sem hann þarfnast og leiða til þess að meltingin verði heilbrigð.

Þróað af dýralæknum
Við þróum hundamatinn okkar, blaut- og þurrfóður, í samvinnu
við Waltham®.

„Sem næringarfræðingur hjá Waltham® er það á mína ábyrgð að þróa blaut- og þurrfóður sem uppfyllir mismunandi þarfir hundsins ykkar. Það merkir að við þróum uppskriftir okkar í samvinnu við dýralækna þar sem engir þekkja hunda betur en þeir. Ég er því örugg um að hundinn minn skortir ekki neitt.“

Tracy og Basil, þróunardeildinni

Lesið meira um www.waltham.com


100% heildstætt fóður hvað næringargildi varðar
Allt heilfóður okkar, blautt eða þurrt, er 100% hvað næringargildi varðar.

„Sem verkfræðingur hjá Pedigree® fullvissa ég ykkur um að við framleiðum hágæðavörur sem ég er stoltur af að geta gefið Bailey. Honum finnst gott að sleikja bílrúðurnar hjá mér svo það er mikilvægt fyrir mig að hann fái í hverri máltíð eitthvað sem ver hann og heldur honum heilbrigðum – án tillits til þess hvað hann sleikir. Hann stendur sig vel í hundaþjálfuninni og þess vegna veit ég að hann fær alla þá næringu og orku sem hann þarfnast til að vaxa og læra.“

Roger og Bailey, framleiðsludeildinni

____________________________________________________


Engin tilbúin bragð- eða litarefni
Það eru engin tilbúin bragð- eða litarefni í hundamatnum okkar!

„Ég vinn við að skoða með hverju fólk vill helst fóðra hundana sína. Það vill fá góðan mat, sem er í góðu jafnvægi og er hollur án þess að bætt sé í hann tilbúnum bragð- og litarefnum. Ég gæti ekki látið mig dreyma um að gefa hundinum mínum annað að borða.“

Martin og Archie, gæðadeildinni
_________________________________________________

Hágæðahráefni
Kjötið kemur frá seljendum sem eru þekktir fyrir að selja kjöt til manneldis.

„Við fylgjumst sérstaklega vel með vellíðan hunda. Þess vegna leitar hópurinn minn og ég að hráefnum sem eru þannig að hundarnir séu ánægðir með þau. Þannig er ég viss um að hundurinn nýtur síns hundalífs til fulls.“

Peter og Rupert, þróunardeildinni
_________________________________________________

Blautfóður með kjöti
Við setjum alltaf meira af kjöti en nokkru öðru hráefni.

„Molly nýtur virkilega matar síns og hún kemur alltaf aftur að skálinni sinni til að fullvissa sig um að hún hafi ekki skilið neitt eftir. Hluti af starfi mínu í gæðateyminu er að tryggja að maturinn sem fer í dósirnar í verksmiðjunni okkar sé framleiddur eftir réttu uppskriftinni í hvert skipti. Samkvæmt því sem gæðaeftirlitið segir veit ég að við setjum meira af kjöti í dósirnar en nokkru öðru hráefni. Það er því ekki undarlegt að Molly athugi alltaf tómu skálina sína.“

Brian og Molly, gæðadeildinni

Fyrsta æviár hvolpsins

Sem hundaeigendur er það mikilvægt að þið hafið innsýn í þroskaferli hvolpsins. Þið gefið hvolpinum ykkar bestu byrjunina á lífinu með því að móta hann og láta hann umgangast fólk á réttum tímabilum. Þegar þið eruð fróðari um þróun hundsins ykkar tryggið þið gott og jákvætt samband við hundinn ykkar sem byggist á trausti, virðingu og gleði. Lesið hér um þróun hvolpsins fyrstu árin.

labpuppy[1]

0 – 3 vikna: Fæðing og þróun skynfæra

Fyrstu dagana á tíkin að hafa frið og ró og geta gætt hvolpanna sinna án þess að verða fyrir ónauðsynlegri truflun. Hvolparnir hafa nóg að gera við að sjúga, sofa og halda á sér hita. Það er mjög mikilvægt að hvolparnir séu í nánu sambandi í hina hvolpana en ekki síst móður sína. Þegar hvolparnir eru að verða þriggja vikna er kominn tími til að uppalarinn taki hvolpana upp daglega og byrji að venja þá við menn.

Á fyrstu vikunum er miðtaugakerfi hvolpsins nánast óvirkt. Hvolparnir eru móttækilegir fyrir mjög litlum og einföldum upplýsingum eins og hugarástandi tíkurinnar auk þess sem þeir bregðast við kulda og hita. Eftir 10 – 14 daga fara hvolparnir að fá augu en þeir sjá mjög illa fyrstu vikurnar eftir að augun hafa opnast. Hvolparnir finna lykt, heyra og byrja að skríða og í lok þessa tímabils fara þeir að ganga.

3 – 5 vikna: Tímabil tegundaraðlögunar

Þegar hvolparnir er u.þ.b. 3 vikna gamlir fara þeir að læra hvað tegund þeir tilheyra. Hvolpurinn þarf sem sagt að læra að hann tilheyri tegundinni hundur en hann þarf líka að samþykkja að maðurinn sé hluti af hópnum því uppalarinn á nú að meðhöndla hvolpana daglega. Uppalarinn á að taka hvolpinn frá hópnum og nostra við hann, láta vel að honum og tala við hann. Því meira sambandi við vingjarnlegar manneskjur, bæði börn og fullorðna,  sem hvolpurinn er í á þessu tímabili því betra.

svarhttps://www.ss.isturhvolpur

5 – 7 vikna: Tímabil félagslegrar aðlögunar

Það er á þessu tímabili sem hvolparnir byrja að átta sig á valdaröðinni í hópnum. Augu og eyru hvolpsins hafa nú náð fullum þroska og hreyfiþroskinn ætti að vera kominn.
Ef það er mögulegt ættu hvolparnir að fá að skoða sig um í garðinum daglega.


7 – 12 vikna: Tímabil leiðtogaaðlögunar

Leiðtogaaðlögun hvolpsins þróast á þessu tímabili. Hvolpurinn hefur nú náð svo langt í andlegum þroska að það er hægt að hefja þjálfun. Hvolpurinn hefur þörf fyrir að upplifa velgengni og það örvar síðan frumkvæði hans til að leysa þrautir í framtíðinni.

Það er sömuleiðis mikilvægt og hvolpurinn upplifi eins mikið af jákvæðum hlutum og mögulegt er á þessu tímabili þar sem hann geymir þessa upplifun sem varanlegar minningar. Góðar minningar gefa af sér glaðan og rólegan, fullvaxinn hund en slæmar eða engar minningar gefa af sér hræddan og órólegan hund. Þessi mikilvæga aðlögun á að halda áfram bæði á og fyrir utan nýja heimili hvolpsins. Látið hvolpinn heilsa ókunnum, vinsamlegum manneskjum.

Takið líka hvolpinn með á ókunna staði og byrjið umhverfisþjálfunina. Byrjið á stuttum ferðum í rólegu umhverfi. Það er mikilvægt að þið komið fram sem góðir leiðtogar alveg frá byrjun og sýnið hvolpinum hvenær, hvar og hverja/hvað hvolpurinn á að umgangast.

3 – 4 mánaða: Staðan í hópnum

Nú mun hvolpurinn væntanlega reyna að komast hærra í valdaröðinni og ögra öðrum í hópnum. Það er mikilvægt að hundinum takist ekki að stjórna því sem gerist á heimilinu. Maður þarf að hjálpa hundinum blíðlega að skilja reglurnar á heimilinu og þar með finnur hann sinn rétta stað í „hópnum“.
Ef menn hafa þjálfað hundinn frá 8 vikna aldri á hann að geta látið undan og það er mjög góð æfing til að beina frá tilraunum hvolpsins til að stjórna.

Maður getur líka grætt á því að gera nokkrar samvinnuæfingar með hvolpinum sem mun styrkja samstarfið við leiðtogana og staðfesta jákvæða forystu. Verið þolinmóð og æfið aðeins í stuttan tíma í hvert skipti.

Það á áfram að vera jákvæð upplifun fyrir hvolpinn að hitta ókunnuga og vera í nýju umhverfi.

Á þessu tímabili missir hvolpurinn fyrstu tennurnar og fær nýjar og þess vegna tyggur hann og nagar mikið. Sjáið til þess að hvolpurinn geti tuggið góða hluti til að draga úr sársauka í aumum gómi annars finnur hann eitthvað til að naga.

4 – 8 mánaða: Tímabil rólegheita og aukins jafnvægis

Hormónaframleiðsla hvolpsins er nú komin í jafnvægi og þess vegna einkennist tímabilið af rólegheitum. Hvolpurinn er mjög móttækilegur fyrir námi.  Það er tilvalið að fara með hvolpinn í hvolpaþjálfun á þessu tímabili. Valdaröðin ætti nú að vera komin á hreint.

Það er þægilegast fyrir hundinn, og þess vegna árangursríkasta námsaðferðin, að gera þjálfunina að leik. Allt nám ætti þess vegna að vera skemmtilegt því það er þægilegasta aðferðin við að læra, bæði fyrir hundinn og eigandann. Hundurinn man eftir skemmtilegu námi og er tilbúnari að reyna sjálfur að leysa verkefni.

Fimm punkta áætlun um líkamshreysti

Aukin líkamshreysti 

Hundurinn lifir í núinu. Hann getur hvorki skipulagt né gert ráðstafanir. Þess vegna getur hann ekki fengið útrás fyrir orkuna. Það verðið þið að gera fyrir hann þannig að hann missi ekki áhugann á að gera eitthvað vegna ofreynslu.

Fimm punkta áætlun okkar hjálpar við þetta


1. Skref fyrir skref kemst maður í varanlegt og gott form

Vöðvar þurfa að fá tíma til að byggjast upp. Fyrstu æfingarnar mega þess vegna aðeins standa yfir í nokkrar mínútur og þá er best að nota frjálsan leik. Þrjú til fjögur skipti á dag, 10 mínútur í senn, er nóg til að byrja með. Þið eigið ekki að lengja æfingatímann fyrr en hundurinn vill greinilega fá meira. Eftir langan æfingatíma, þar sem gengur á kraftana, hefur sá fjórfætti þörf fyrir langa hvíld.

2. Það er ekki gott að æfa með fullan maga
Hraðar og ákafar hreyfingar eftir ríkulega máltíð geta í versta falli haft vambþembu í för með sér. Í besta falli verður vinur ykkur fljótt þreyttur því efnaskiptin eru mjög virk og þau draga úr hreyfigetu líkamans. Þar fyrir utan: Hver lætur hvetja sig með hundanammi þegar hann er alveg saddur? Þið þurfið því að skipuleggja æfingatímann þannig að það séu a.m.k. tveir tímar frá síðustu máltíð til æfingarinnar. Strax eftir æfinguna ættuð þið að unna hundinum ykkar hvíldar í a.m.k. einn tíma áður en hann fær leyfi til að borða sig saddan.

3. „Power“ – matur og þrekíþróttir
Við stífar æfingar sækja vöðvarnir nauðsynlega orku í fituforðann. Það þarf því að byggja hann upp aftur. Þar fyrir utan missir líkaminn mikinn vökva því hundurinn tekur andköf og það þarf því að fá sér vökva. Þetta tap þarf að jafna með rétta fóðrinu. Aðalmáltíð hundsins á helst að vera um kvöld á undan löngum hvíldartíma. Gætið þess að samsetning fóðursins sé í samræmi við þarfir hins virka hunds þannig að hann taki líka þátt í þjálfuninni af endurnýjuðum krafti og áhuga næsta dag. Hundurinn á að sjálfsögðu að hafa aðgang að fersku vatni allan sólarhringinn þannig að hann geti strax bætt sér upp vökvatapið sem hann hefur orðið fyrir við hreyfinguna.

4. Lítið hundanammi eftir stór verkefni
Þegar koma ný verkefni getið þið notað leikfang eða hundanammi til að auka námsáhugann. Þessi umbun þarf samt að vera auðmelt og má ekki trufla hundinn lengi.

5. Líkamsástand með „stop & go“

Fulla ferð áfram. Það er eðlilegt atferli hjá hundinum ykkar. Innibyrgð orka þarf að fá útrás. Ef ekki er hægt að hafa hemil á henni mun fjórfætti vinur ykkar hella sér út í æfingarnar af slíkum áhuga að hann er nánast örmagna eftir korter. Það eru bara þið sem vitið hve langur og ákafur æfingatíminn á að vera og því verður að halda aftur af hundinum. Eftir leikinn í byrjun komið þið með rólega æfingu eins og að læra að ganga „við hæl“ til að draga úr mesta kraftinum. Og ef ykkur finnst að skapið sé að hlaupa með æfingafélaga ykkar í gönur lækkið þá róminn, hreyfið ykkur hægt og haldið áfram með rólega æfingu.Ef þið haldið áfram að vinna á þann hátt komið þið í veg fyrir auma vöðva og gefið hundinum ykkar tækifæri til að vera í góðu formi í mörg ár.