Sauðfé – Afurðaverð 2008

 

Sauðfé – Afurðaverðskrá 2008
Verðskrá fyrir dilkakjöt hækkar um 19,1% frá fyrra ári auk sérstakrar hækkunar á matsflokk R3.  Útflutningsverð hækkar um 29% og verður 305 kr/kg fyrir alla flokka.  Miðað við flokkun SS í sept. og okt. í fyrra er vegið meðalverð innanlandshluta dilkakjöts 437,05 kr/kg.

Meðalverð dilkakjöts að meðtöldum útflutningi er 400,10 kr/kg. 

Verð fyrir fullorðið fé hækkar einnig umtalsvert.  Til viðbótar er mikil hækkun á yfirborgunum fyrir sláturtíð.

Verðskráin verður endurskoðuð ef þörf krefur.
Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.
 
Verðskrá kr/kg án vsk.:
Holdfylling/Fita
1
2
3
3+
4
5
E
478
478 
470
418
317 
293
U
475
479
456
417 
316
287
R
438
454
433
357
287 
279
O
386 
436 
376 
345 
280
276
P
344
344 
257 
260 
208 
239
VP
250 
VR
335 
288
VHR
75
52 
VHP
60
FP
61 
FR
122
55 

Útflutningsverð er 305 kr/kg án vsk. greitt sama á alla flokka.


Útflutningshlutfall dilkakjöts er 28% en 0% í fullorðnu fé fram til 1. júní 2009.


Yfirborganir
Ákveðin hefur verið mikil hækkun á yfirborgunum fyrir sláturtíð og gildir hún afturvirkt fyrir þá sem búnir eru að slátra. Annars vegar er hækkun í krónum talið en meiri hækkun er í því að greitt verður á alla flokka og allt kjöt bæði innanlands- og útflutningshluta.

Það er því verulegur ávinningur að slátra vikurnar fram að hefðbundinni sláturtíð og í nóvember.

Sláturvika
Yfirborgun 
Markaðsráðs
Yfirborgun SS
 
Samt pr/kg m.v. 15 kg dilk
Útflutnings-hlutfall
Sl.fjöldi
34 [18.-22. ágúst]
500 kr/dilk
98 kr/kg
131 kr/kg
28%
2.000 stk
35 [25.-29. ágúst]
200 kr/dilk
94 kr/kg
107 kr/kg
28%
4.000 stk
36 [1.–5. sept.]
90 kr/kg
90 kr/kg
28%
 
37 [8.-12. sept.]
40kr/kg
40 kr/kg
28%
 
38 [15.-19. sept.]
15/kg
15 kr/kg
28%
 

Vetrar- og páskaslátrun
Sláturvika
Geymslugj
Yfirborgun SS
Samt pr/kg
Útflutnings-hlutfall
Sl.fjöldi
45 [3.-7. nóv.]
7,50 kr/kg
5 kr/kg
12,50 kr/kg
28%
 
46 [10. – 14. nóv.]
7,50 kr/kg
10 kr/kg
17.50 kr/kg
28%
2.000 stk
47 [17.-21. nóv.]
7,50 kr/kg
15 kr/kg
22,50 kr/kg
28%
2.000 stk
48 [24.-28. nóv.]
7,50 kr/kg
20 kr/kg
27,50 kr/kg
28%
2.000 stk
 
 
 
Páskar ’09 [2. apríl]
45 kr/kg
45 kr/kg
90 kr/kg
28%
1000 stk

Markaðsráð greiðir á flokka E-O, fituflokka 1-3+ fyrir sláturtíð og á flokka E-O, fituflokka 1-3 eftir sláturtíð en SS greiðir á alla flokka. 
  
Heimtaka
Til einföldunar er sú breyting gerð að innheimt verður fast gjald pr. stk fyrir slátrun og 7parta sögun á heimteknu fé. Gjaldið verður 1.800 kr/dilk og 2.000 kr/fullorðið. Flestir taka heim fé sem er í þyngri kantinum og er þetta því ávinningur frá fyrra kg gjaldi. Auk þess er boðin fínsögun og kostar hún 245 kr/stk. Afhending á Selfossi og Hvolsvelli er án kostnaðar og kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er felldur niður en rukkaðar 330 kr/stk fyrir kassa og poka sem þarf utan um kjötið sem sent verður með Flytjanda. Vsk bætist við ofangreindar tölur.

Eyðublað vegna heimtöku sjá hér

Gjaldtaka fyrir heimtöku er verðlögð undir eðlilegum sláturkostnaði og er hugsuð sem búbót fyrir bændur til eðlilegrar heimanotkunar  Ef bændur óska eftir að taka meira heim er um verktökuslátrun að ræða sem verður metin hverju sinni.  Hvort hægt er að verða við henni og hvernig hún verður verðlögð.
Mikilvægt er að bændur panti sem fyrst fyrir slátrun til að tryggja sér pláss. Á þetta einkum við vikur fyrir og eftir hefðbundna slátrun sem eru með takmörkuðu magni. Ef ekki er samkomulag við deildarstjóra um annað skulu þessar pantanir berast beint til Selfoss.

Skipulagning hefðbundinnar slátrunar er í höndum deildarstjóra og skal óskum um slátrun komið sem fyrst til þeirra.


Fyrirvari er gerður um prentvillur !

Fréttabréf – Hækkun á 9 flokkum í verðskrá

Fréttabréf SS 8. september 2009 á pdf. formi

Í fréttabréfi SS er fjallað um framtíðarhorfur og verðlagningu sauðfjárafurða, haustslátrun og urðun sláturúrgangs.

SS hefur ákveðið að hækka verð á 9 flokkum í verðskrá en eftir þessa breytingu er meðalhækkun á dilkakjöti til bænda, byggt á flokkun landsins 9,6% milli ára. Nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfinu og verðskrá sauðfjárafurða.

Bændur vinsamlegast athugið!
Það hefur komið í ljós að hægt er að misskilja orðalag um heimtöku á dilkum í fréttabréfinu. SS innheimtir 2300 kr á skrokk fyrir slátrun og er 7 parta sögun innifalin í gjaldinu. Það eru hins vegar ekki allir sem vilja láta saga dilkana heldur taka þá heila. Því verður að merkja við á heimtökublaðinu hvort heimtakan á að vera ósöguð eða söguð í 7 parta. Einnig þarf að koma fram annað sem beðið er um svo sem fínsögun o.s.frv. Þetta verður allt að liggja fyrir við afhendingu, fyrir slátrun.

Nánar um verðskrá og heimtöku.

 

Afkoma á fyrri árshelmingi 2009

• Tekjur á fyrri árshelmingi 3.684,4 mkr. og aukast um 13,4% milli ára.
• 45,8 mkr. tap á fyrri árshelmingi ársins, en 471,7 mkr. tap á sama tíma í fyrra.
• EBITDA afkoma var 275 mkr. en 288 mkr. árið áður.
• Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 188 mkr. þar af nam gengistap 76 mkr.
 
 
 
Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf. sem Sláturfélagið á að öllu leyti.
Tap samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2009 var 45,8 mkr. Hátt vaxtastig og gengistap erlendra lána skýrir neikvæða afkomu. Á sama tímabili árið áður var 471,7 mkr. tap. Eigið fé Sláturfélagsins er tæpar 957 mkr. í lok júní.
 
Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 3.684 mkr. á fyrri árshelmingi ársins 2009, en 3.248 mkr. á sama tíma árið áður og hækka því um rúm 13%. Aðrar tekjur voru 23 mkr en 22 mkr. árið áður.
 
Vöru- og umbúðanotkun var 2.176 mkr. en 1.760 mkr. árið áður. Launakostnaður lækkaði um tæpt 1%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um rúm 8% og afskriftir hækkuðu um rúm 25%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 121 mkr., en 165 mkr. árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 275 mkr. en var 288 mkr. á sama tíma í fyrra.
 
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 188 mkr., en 632 mkr. á sama tímabili í fyrra. Gengistap nam tæpum 76 mkr. samanborið við 497 mkr. gengistap árið áður. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um tæpa 21 mkr. en neikvæð árið áður um 7 mkr. Tap af rekstri tímabilsins var 45,8 mkr. en 471,7 mkr. tap var á sama tímabili árið áður.
 
Veltufé frá rekstri var 206 mkr. á fyrri árshelmingi ársins 2009, samanborið við 214 mkr. fyrir sama tímabil árið 2008. Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní voru 6.176 mkr. og eiginfjárhlutfall 15%. Veltufjárhlutfall var 1,7 á fyrri hluta ársins 2009, en 1,6 árið áður.
 
Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2009 var hvorki greiddur arður af B-deild stofnsjóðs né reiknaðir vextir á A-deild stofnsjóðs.
 
Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti í samræmi við heimildir í reglum félaga á Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands. Ráðgert er að birta afkomu ársins 2009 þann 26. febrúar 2010.
 
Staða og horfur
Rekstrarumhverfi fyrirtækja er afar erfitt í dag, mikil verðbólga, hátt vaxtastig og neikvæð gengisþróun samfara auknum samdrætti í einkaneyslu í kjölfar verulegrar lækkunar á ráðstöfunartekjum heimila. Velta félagsins jókst þó um rúm 13% sem er jákvætt í erfiðu árferði. Hátt vaxtastig og veiking krónunnar hafði neikvæð áhrif á afkomu SS á fyrri hluta ársins. Þróun fjármagnsliða á seinni hluta ársins mun ráða miklu um afkomu félagsins á árinu.
 
Kjötsala á landsvísu hefur dregist saman á undanförnum mánuðum jafnframt því sem útflutningsskylda á dilkakjöti er fallin niður. Veik staða krónunnar hefur bætt skilyrði fyrir útflutningi á lambakjöti enda mikilvægt að flytja út umtalsvert magn þar sem innlend framleiðsla er mun meiri en innanlandsneysla.
 
Kjötiðnaður félagsins stendur vel með fjölbreytt vöruval og öfluga vöruþróun. Erfitt efnahagsumhverfi hefur kallað á nýjar vörur sem falla betur að breyttu neyslumunstri. Kjötiðnaður félagsins er vel í stakk búinn til að takast á við þær aðstæður sem framundan eru.
 
Matvöruhluti innflutningsdeildar er öflugur enda vörumerki deildarinnar vel þekkt. Sala á tilbúnum áburði til bænda í samstarfi við Yara í Noregi gengur vel enda vörugæðin mikil. Innflutningur á kjarnfóðri er að aukast umtalsvert milli ára en SS er í samstarfi við DLG í Danmörku.
 
 
Nánari upplýsingar veitir Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000
 
Reykjavík, 28. ágúst 2009
 
Sláturfélag Suðurlands svf.