10. KAFLI.

Breytingar á samþykktum félagsins.

38. gr.

Ákvörðun um breytingu á félagssamþykktum skal tekinn á félagsfundi og verður hún því aðeins gild að breytingatillögu hafi verið getið í fundarboði og dagskrá fundarins og að hún hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða á fundinum.

Ef 10% félagsmanna krefst þess fyrir félagsfund skal leita samþykkis tveggja félagsfunda með framangreindum hætti áður en breytingar verða samþykktar. Á milli félagsfunda skal leggja málið fyrir deildarfundi og hljóta þar samþykki meirihluta atkvæða.

39. gr.

Ef um er að ræða breytingu á samþykktum sem hefur í för með sér röskun á réttarsambandi á milli félagsaðila eða ef í henni felast auknar skuldbindingar félagsmanna gagnvart félaginu gildir regla 2. mgr. 93. gr. samvinnufélagalaga.

Breyting á félagssamþykktum, sem raskar réttarsambandi milli eigenda í A og B-deild stofnsjóðs eða rýrir hag eigenda í B-deild stofnsjóðs, er því aðeins gild að eigi færri en 3/4 eigenda í A-deild stofnsjóðs og allir eigendur í B-deild stofnsjóðs gjaldi breytingunni jáyrði.