Hollt í hádeginu

– Aukin þægindi og sparnaður í rekstri eldhúsa.

Aðstaða til matseldar er misjöfn í mötuneytum. Því er gott að eiga kost á því að fá tilbúinn hollan mat frá öruggum framleiðanda. SS hefur í áraraðir boðið upp á fjölbreytt úrval af tilbúnum heimilismat og státar því af mikilli reynslu á því sviði. Reynsla og rannsóknir urðu þess valdandi að í dag notast SS við svokallaða “Eldað og kælt” (e. Cook & Chill) aðferð við framleiðslu á tilbúnum mat. En þessi aðferð hefur sýnt að næringargildi matarins helst og maturinn heldur betri bragðgæðum og ferskleika auk þess að tilbúinn matur framleiddur með þessari aðferð verður gæðalega öruggari.

Maturinn er sendur kaldur í lokuðum umbúðum sem ætlaðar eru til lokaeldunar og krefst því lágmarks undirbúnings.

Umsjónaraðilar Hollt í hádeginu eru :

Elín Einarsdóttir Netfang : eline@ss.is

Olga Mörk Valsdóttir Netfang : olga@ss.is

Smellið hér til að lesa greinina ;   Ég nota lyftiduft, (heil)hveiti og sykur! Er ég þá vond mamma?

matsedill_leikskolar

matsedill_hjukrunarheimili

matsedill_heimsending