Egill ásamt sínum mönnum í heimsókn þar sem gestgjafar þóttust
ekkert öl eiga og þeim var einungis gefið skyr að drekka. Er Eiríkur
konungur og Gunnhildur drottning hans komu reyndist nóg öl vera
til handa þeim. Egill var ekki glaður með þessa meðferð.

slátur

Slátur er hefðbundinn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba. Slátur var haustmatur, gerður í sláturtíðinni. Fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur farið smá minnkandi inn á heimilum undanfarin ár en þó eru ennþá margar fjölskyldur sem halda í hefðina og taka slátur saman.

Þegar keypt er eitt slátur í verslun í sláturtíð inniheldur það: Mör, blóð, lifur, hjarta, nýru og sviðinn haus. Einnig fylgja tilbúnir próteinkeppir sem rutt hafa sér til rúms á síðustu árum. Hægt er að kaupa kalóneraðar kindavambir sérstaklega. Keppirnir eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli (rúg og höfrum) og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum. Opinu á keppunum er lokað og þeir soðnir í 2-3 klukkutíma. Slátur er ýmist borðað heitt eða kalt og stundum er það súrsað í mysu.

Tilbúið og soðið slátur, bæði blóðmör og lifrarpylsa fæst í verslunum árið um kring en sumir líta þó fyrst og fremst á það sem þorramat enda þykir bæði nýtt og súrt slátur ómissandi á þorrabakkanum. Slátur er járn- og A vítamínríkur matur sem er nauðsynleg viðbót nú til dags vegna mikillar neyslu á pasta og hvítu kjöti sem inniheldur ekkert járn. Slátur er því allt í senn hollur, góður og ódýr matur.

í Egilsögu eru margar frásagnir af bardögum Egils á víkingaferðum hans.
Hér er hann í sjóorustu.