Sauðfé – Afurðaverðskrá 2009
Verðskrá fyrir dilkakjöt skilar bændum að meðaltali 9,6% hærra verði en í síðustu sláturtíð en nú er greitt sama verð fyrir allt innlagt kindakjöt.

Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.
 
Verðskrá kr/kg án vsk.:

Holdfylling/Fita
1
2
3
3+
4
5
E
493
493 
476
422
317 
293
U
479
484
462
420
316
287
R
438
454
433
361
287 
279
O
386 
436 
376 
345 
280
276
P
344
344 
 
 
 
 
VP
250 
VR
292
255
VHR
75
52 
VHP
60
FP
55 
FR
106
52



Yfirborganir
Það er verulegur ávinningur að slátra vikurnar fram að hefðbundinni sláturtíð og í nóvember.

Sláturvika
Yfirborgun 
Markaðsráðs
Yfirborgun SS
 
Samt pr/kg m.v. 15 kg dilk
Sl.fjöldi
34 [17.-21. ágúst]
900 kr/dilk
58 kr/kg
118 kr/kg
1000 stk
35 [24.-28. ágúst]
600 kr/dilk
54 kr/kg
94 kr/kg
2000 stk
36 [31. ágú–4. sept.]
300 kr/dilk
40 kr/kg
60 kr/kg
2000 stk
37 [7.-11. sept.]
25 kr/kg
25 kr/kg
 
38 [14.-18. sept.]
8 kr/kg
8 kr/kg
 

Slátrun í nóvember
Sláturvika
Geymslugj
Yfirborgun SS
Samt pr/kg
Sl.fjöldi
45 [2.-6. nóv.]
8 kr/kg
0 kr/kg
8 kr/kg
 
46 [9. – 13. nóv.]
8 kr/kg
5 kr/kg
13 kr/kg
 
47 [16.-20. nóv.]
8 kr/kg
10 kr/kg
18 kr/kg
1000 stk
48 [23.-27. nóv.]
8 kr/kg
15 kr/kg
23 kr/kg
1000 stk


SS greiðir yfirborgun á alla flokka. Markaðsráð greiðir á flokka E-O, fituflokka 1-3+ og á flokka E-O, fituflokka 1-3. Bændasamtökin greiða bændum geymslugjaldið að jafnaði um 6 vikum eftir lok innleggsmánaðar.

Vetrarslátrun

Eins og kynnt var í fréttabréfi, þ. 8. sept. 2009. verður páskaslátrun ekki í boði 2010.  Þess í stað er boðið upp á sauðfjárslátrun, miðvikudaginn, 17. mars 2010 þar sem bændum gefst kostur á að láta slátra sauðfé sem þeir vilja að losna við.  Greitt verður fyrir innleggið skv. verðskrá sl. hausts, sjá hér að framan. 

Nauðsynlegt er að bændur í samstarfi við deildarstjóra á hverju svæði sameini litla sláturhópa til að flýta fyrir og halda kostnaði við flutninga í lágmarki. Sem fyrr er brýnt að sláturgripir séu hreinir þannig að tryggja megi hreinlæti við slátrun og heilbrigðar afurðir.

Tekið er á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi, s. 480 4100.

  
Heimtaka
Greitt er fast gjald pr. stk fyrir slátrun. Gjaldið er 2.300 kr/dilk og 2.500 kr/fullorðið og er 7 parta sögun innifalin í gjaldinu fyrir þá sem það vilja. Auk þess er boðin fínsögun og kostar hún aukalega 400 kr/stk. Afhending á Selfossi og Hvolsvelli er án kostnaðar og kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 500 kr/stk en stærstur hluti þess er kostnaður við kassa og poka undir kjötið. Sent verður með Flytjanda. Vsk bætist við ofangreindar tölur.

Vinsamlegast athugið að merkja við á heimtökublaðinu hvort heimtakan á að vera ósöguð eða söguð í 7 parta.  Einnig þarf að koma fram annað sem beðið er um svo sem fínsögun o.s.frv. Þessar upplýsingar verða að liggja fyrir við afhendingu, fyrir slátrun.

Eyðublað vegna heimtöku sjá hér

Gjaldtaka fyrir heimtöku er fyrir sláturkostnaði og er hugsuð sem búbót fyrir bændur til eðlilegrar heimanotkunar  Ef bændur óska eftir að taka meira heim er um verktökuslátrun að ræða sem verður metin hverju sinni hvort hægt er að verða við henni og hvernig hún verður verðlögð.

Mikilvægt er að bændur panti sem fyrst fyrir slátrun til að tryggja sér pláss. Á þetta einkum við vikur fyrir og eftir hefðbundna slátrun sem eru með takmörkuðu magni. Ef ekki er samkomulag við deildarstjóra um annað skulu þessar pantanir berast beint til Selfoss.

Skipulagning hefðbundinnar slátrunar er í höndum deildarstjóra og skal óskum um slátrun komið sem fyrst til þeirra.


Fyrirvari er gerður um prentvillur !