Jólaskinkur

Það er einfalt að gera góða hátíðlega máltíð úr skinku og er hún tilvalinn á jólahlaðborðið. Skinka
er saltaður og reyktur beinlaus vöðvi unnin úr svínalæri. Einiberjareykta skinkan er sérvalin skinka sem er mjúklega reykt í einiberjalyngi og er
einstaklega jólaleg og bragðgóð. Þægilegt að skera þær niður í fallegar sneiðar á jólafatið.

xmas_image_2

Sá sjötti, Askasleikir,
var alveg dæmalaus.
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þrettándi var Kertasníkir,
þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Eldunarleiðbeiningar:
Einiberjareykt skinka – soðin:
Soðnar skinkur eru oftast bornar fram kaldar og oftast skornar í fallegar þunnar sneiðar og settar á fat. Sumir kjósa þó að setja rasphjúp yfir þær og hita aðeins í ofni þar til hjúpurinn er orðin gylltur. Einnig má hita skinkuna hvort sem er í potti eða ofni og borða þannig.

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var afskaplega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.