banner_1

SS færir neytendum afbragðs kjötvörur beint úr íslenskri sveit. SS er í eigu bænda og tekur við úrvalsgripum þeirra og vinnur úr þeim kjötvörur þar sem allir geta fundið eitthvað við sinn smekk. Það koma engir milliliðir við sögu. Fyrir þá sem vilja krydda kjötið sjálf býður SS ferskt lambakjöt í hentugum umbúðum en þeir sem vilja kjöt sem er tilbúið til matreiðslu býður SS upp á fjölbreytt úrval af kjötvörum sem setja má beint á grillið eða í ofninn.

Nýjasta vörulínan er úr lambi og heitir Fjörulamb í kryddleginum eru notuð íslensk sjávarsöl sem gefur kjötinu keim úr íslenskri náttúru. Útkoman er bragðgóð og einstaklega ljúf vara. Fjörulambið og „Miðjarðarhafslínan“, sem er kölluð Bragð frá Ítalíu og Grikklandi, er án allra aukaefna sem gera þær góðan valkost fyrir neytendur.

Það er gott að grilla með SS og hvetjum við ykkur endilega til að kynna ykkur úrvalið með því að smella á happana hér að ofan.

Fjörulambið er nýjung með einstöku bragði og er án allra aukaefna.
Í kryddleginum eru íslensk söl sem eru afar bragðgóð hollustuvara.
Niðurstaðan er girnileg og ljúffeng lambakjötslína sem hæfir ungum jafnt
sem öldnum. Bragðið er afar ljúffengt og passar með öllu meðlæti.

Ítalska vörulínan samanstendur af lamba- og grísakjöti. Kjötið er lagt í bragðgóðan kyddlög með ítölskum áhrifum. Kryddlögurinn er án allra aukaefna og inniheldur meðal annars papriku, tómata, rósmarín, lauk og pipar. Veldu steikina sem þér hentar best og sameinaðu það besta, þ.e. íslenskt hráefni og bragð frá Ítalíu.

Verði þér að góðu.

Hér leitar SS á grískar slóðir og hefur úbúið kryddlög með suðrænum áhrifum án allra aukaefna. Línan samastendur af góðu úrvali af léttu og ljúffengu grísa- og lambakjöti. Það er um að gera að setja smá bragð frá Grikklandi á diskinn í sumar og láta sig dreyma um suðrænar slóðir.

Verði þér að góðu.

Grísakjöt – Létt og braðgott á grillið

Lambakjöt – ljúffengt úr íslenskri náttúru

Folaldakjöt – Bragðmikið og gómsætt

 

Nautakjöt – Nýtt og bragðgott

Í þessum flokki er fjölbreytt úrval af kryddlegnu kjöti úr lamba, grísa og folaldakjöti. Þetta eru vörur sem hafa sannað sig í gegnum árin og njóta mikilla vinsælda.
Kjötið er til dæmis kryddað með Caj P’s, Grand orange og bláberjum. Allir eiga sitt uppáhald.
Umbúðir fyrir grillkjöt í sneiðum eru einnig mjög handhægar en það þarf aðeins eitt handtak til að opna þær og þá liggur kjötið í plastbakka og ekkert lekur. Þægilegra og hreinlegra getur það ekki verið.

Kryddlegið SS kjöt – auglýsing

Grillpylsur SS eru fyrir sanna sælkera. Áhersla er lögð á fjölbreytilega stemmingu með pylsum gerðum eftir uppskriftum frá Póllandi, Ítalíu og Danmörku. Auk þess býður SS upp á frábærar bratwurstpylsur og ostapylsur að ógleymdri hinni einu sönnu íslensku SS vínarpylsu. Ekki má heldur gleyma hinni marg rómuðu Katalónsku Bratwurstpylsu sem hefur hlotið fyrstu verðlaun í Bratwurst grillpylsukeppni ÍSAM og AVO. Pylsan hlaut þá nafnbótina besta AVO grillpylsa/bratwurst á Íslandi.

Þegar pylsur eru grillaðar er ráðlagt að stinga göt í pylsurnar með gafli eða skera rendur í pylsurnar. Það kemur í veg fyrir að pylsurnar springi á grillinu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann lágan eða nota efri hillu á grillinu.

Kjarnhitinn fer eftir kjöttegund
 gagnlegar

Gagnlegar upplýsingar fyrir grillara!

– Til að byrja með er mikilvægt er að hita grillið vel með lokinu yfir. Ef þess þarf er einnig nauðsynlegt hreinsa grindurnar þegar þær eru orðnar vel heitar. Sum grill má ekki hreinsa með vírbursta því það getur eyðilagt málmhúðina.

– Rétt áður en maturinn er settur á grillið er gott að væta eldhúspappír með matarolíu og strjúka yfir grindurnar til að maturinn festist síður við þær.

– Allt kjöt sem á að grilla er betra að taka úr kæli 1-2 klst. áður en það fer á grillið og það á enn frekar við um stærri eða þykkari bita. Þannig verður steikingin jafnari.

– Eftir eldun er betra að láta kjötið jafna sig. Þunnar sneiðar í aðeins örfáar mínútur en stórar steikur eins og lambalæri í allt að 15–20 mínútur hulið með álpappír.

– Margir eiga kjöthitamæli sem gott er að nota þegar verið er að grilla þykkari kjötbita eða heil læri. Athuga þarf að mælt er með mismunandi kjarnhita eftir tegundum af kjöti sjá nánar hér til hliðar.

Auglýsing fyrir hálfúrbeinuð lambalæri

Meira kjöt minna bein 

Hver kannast ekki við að beinin geti þvælst fyrir þegar verið er að sneiða lambakjöt með þeim afleiðingum að sneiðarnar verða ekki eins fallegar og nýtingin ekki eins góð.

Lambalærin frá SS eru hálfúrbeinuð þannig að eftir stendur aðeins leggbein. Með því móti er mun auðveldara að sneiða og nýting verður betri. Þar sem greitt er fyrir verð per kg. gefur auga leið að meira fæst af kjöti og minna af beini fyrir peninginn.

Meira kjöt og minna bein með SS lambalærunum.