Fréttir

Bleikt rúlluplast til sölu í sumar frá búvörudeild SS

Eins og sjá má á frétt mbl.is í dag þá mun búvörudeild SS bjóða til sölu bleikt rúlluplast fyrir bændur í sumar. Bleiku rúllurnar seljast á hagstæðara metraverði og af hverri seldri rúllu munu 425 kr. renna til Krabbameinsfélagsins. Með þessu framtaki vill fyrirtækið...

Okkar menn stóðu sig vel í Fagkeppni MFK

Okkar menn stóðu sig vel í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fram fór um síðustu helgi. Jón Þorsteinsson varði titilinn "Kjötmeistari Íslands" og hlaut 254 stig.  Steinar Þórarinsson varð í 3.-5. sæti um þann sæmdar titil með 250 stig. Níu kjötiðnaðarmenn...

Næringarfræðingurinn, rangfærslurnar og rógurinn

Vegna alvarlegra rangfærslna og rógs sem næringarfræðingur Náttúrulækningafélags Íslands ritaði á vef NLFI í síðustu viku og flutti einnig í útvarpsviðtali vill SS koma eftirfarandi á framfæri. Sjá meðfylgjandi pdf. skjal: Næringarfræðingurinn, rangfærslurnar &...

Ný vara: Taðreykt hangilæri

Nýtt - SS taðreykt hangikjöt. Gamaldags verkun - meira bragð. Það er komin ný vara á markað frá SS sem er taðreykt hangikjöt. Kjötið er verkað eftir gömlum íslenskum aðferðum sem hafa verið notaðar um aldir í sveitum landsins. Kjötmeistarar SS velja kjötið af...

Ný vara: Fjörulamb lambalærissneiðar

Nýjasta viðbótin við fjörulambs línuna frá SS eru lambalærissneiðar. Fjörulambið er nýjung frá okkur sem er án aukefna og auk þess eru notuð söl sem er hollustuvara úr hafinu sem fylgt hefur Íslendingum frá fornu fari og aukið þeim þrótt og þor. Vöruna má skoða betur...

Ný vara: Lambahakk 500 gr.

Við viljum vekja athygli á nýju lambahakki frá SS. Hakkið er frosið í 500 gr. lengjum og má skoða betur hér á vöruvefnum okkar.          

SS fær hrós fyrir góðar merkingar á ofnæmisvöldum!

Í grein Teits Atlasonar um ofnæmi og upplýsingar á matvælaumbúðum hrósar hann SS fyrir greinagóðar merkingar á ofnæmisvöldum á umbúðum sínum en samkvæmt nýjum reglum um matvælamerkingar er skylt að taka fram ofnæmisvalda í innihaldslýsingu og merkja þá svo að ekki...

Gömul og góð!

Gömul og góð auglýsing sem er orðin nokkra ára, endilega skoðið hana hér. Þessi er orðin nokkra ára :)Tekur þú eftir hvað pylsan kostaði í þá daga gömlu góðu daga ? Posted by SS - Sláturfélag Suðurlands on Friday, March 20, 2015