SS greiðir 8% viðbót á allt afurðainnlegg frá 1. apríl 2024

Stjórn SS hefur ákveðið að greiða 8% viðbót á allt afurðainnlegg frá 1. apríl 2024. Um er að ræða hækkun um 3% en greidd var 5% viðbót á allt afurðainnlegg frá byrjun janúar til loka mars 2024.

Afkoma og fjárhagsstaða félagsins er góð og því var tekin sú ákvörðun að hækka greiðslu viðbótar í 8% frá 1. apríl. Viðbótin verður greidd út með innleggi eins og það fellur til eins og gert hefur verið á árinu 2024. Með þessum hætti kemst viðbótin strax til innleggjenda, en stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

SS greiðir 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2024

Stjórn SS hefur ákveðið að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2024.

Afkoma og fjárhagsstaða félagsins er góð og því hefur verið tekin sú ákvörðun í ársbyrjun að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2024. Viðbótin verður nú greidd út með innleggi eins og það fellur til frá ársbyrjun 2024. Í dag er fyrsta vika janúarinnleggs greidd með 5% viðbót. Með þessum hætti kemst viðbótin strax til innleggjenda, en stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Viðbót vegna ársins 2023, er eins og áður hefur komið fram, greidd í tvennu lagi. Greidd var 5% viðbót á allt stórgripainnlegg tímabilsins janúar – júní hinn 21. júlí s.l.. Seinni hluti 5% viðbótarinnar verður greiddur á allt stórgripainnlegg júlí – desember 2023 og á allt sauðfjárinnlegg haustsins hinn 19. janúar 2024.

 

Verðskrá Yara áburðar 2024 – Verðlækkun

Yara birtir nú nýja verðskrá fyrir árið 2024. Ennfrekari verðlækkun frá áður útgefinni verðskrá sem gefin var út 12. desember s.l. Með þessari verðlækkun fylgjum við eftir verðþróun á erlendum mörkuðum sem átt hefur sér stað frá því við birtum verðskrá í desember s.l. Verðlækkunin nú er fyrst og fremst til komin vegna verðlækkunar á köfnunarefni (N).

Nánari upplýsingar er að finna á yara.is

 

Fréttabréf SS – 2. tbl. 2023

Í fréttabréfinu er umfjöllun um sauðfjársláturtíðina sem gekk vel.

Í fréttabréfinu er fjallað um undirbúning að uppbyggingu á nýrri afurðastöð á Selfossi en að mörgu þarf að hyggja áður en ráðist er í framkvæmdir.

Búið er að gefa út sláturáætlun fyrir haustið 2024. Yfirborganir á dilka eru hækkaðar milli ára og jafnframt er sett yfirborgun á ær fyrstu fjórar sláturvikurnar til að stuðla að jafnari ærslátrun.

Umfjöllun er um þróun kindakjötsframleiðslunnar en gert er ráð fyrir að framleiðslan muni áfram dragast saman á komandi árum. Sauðfjársláturhús eru of mörg í landinu og mikilvægt að þeim fækki til að lækka sláturkostnað.

Fallþyngd dilka var með hæsta móti í haust sem skilaði sér í betri gerð skrokka. Einkunn í gerð hjá SS í haust var yfir landsmeðaltali.

SS lækkaði verð á nautgripafóðri frá dlg í september um allt að 10% og kynnti jafnframt að verðið myndi ekki hækka til loka júlí 2024. Bændur eru hvattir til að hafa samband búvörudeild félagsins og tryggja sér kjarnfóður á óbreyttu verði til næstu 8 mánaða. Áburður hefur lækkað á heimsmarkaði og SS mun kynna nýja verðskrá á Yara áburði tímanlega fyrir áramót.

Fjallað er ítarlega um stöðuna á kjötmarkaði, kyngreint nautgripasæði, vörunýjungar og kynningu á  deildarstjóra Vörumiðstöðvar sem er deild innfluttra matvæla hjá SS.

Fréttabréf 2023 2. tbl. 2023 á pdf formi.