Nú er rétti tíminn til að kalka – Hátt verð á áburði á erlendum mörkuðum

Niðurstöður jarðvegssýna benda til þess að víða sé þörf á að kalka en 77% jarðvegssýna sem tekin voru af starfsmönnum SS á árinu 2020 mældust með pH gildi 5,5 eða lægra og einungis 1% með pH gildi 6,0 – 6,5 sem er æskileg staða til að áburður nýtist sem best en rannsóknir benda til þess að nýting áburðarefna sé aðeins um helmingur eða lægri sé sýrustig jarðvegs með pH gildi undir 5,0.

Haustið er góður tími til að kalka en kölkun að hausti skilar sér í uppskeru að ári. Áburðarverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað um tugi prósenta á árinu m.a. vegna ójafnvægis í framboði og kostnaðarhækkana við framleiðslu. Af þessum sökum er enn brýnna fyrir bændur að kalka í haust til að fá betri nýtingu á áburðargjöf í vor en kölkun getur skilað 20 – 50% bættri nýtingu á áburði.

Sala á Dolemit Mg-kalki í lausu er nú í fullum gangi en kalkið er til afgreiðslu á helstu höfnum landsins. Í boði er fagleg þjónusta, jarðvegssýnataka og túlkun á niðurstöðum.

Nánari upplýsingar:
Verðskrá : https://www.yara.is/vorur/verdskra/
Sölufulltrúar : https://www.yara.is/vorur/solufulltruar/
Kölkun – spurt og svarað : https://www.yara.is/kolkun/
Hverjir dreifa kalkinu : https://www.yara.is/dreifingaradilar/

Ný sláturáætlun og verðhlutföll sauðfjár 2019

Áætlað er að hefja samfellda slátrun miðvikudaginn 4. september n.k. og ljúka slátrun 6. nóvember.  Sláturtíð verður lengd vegna fyrirséðar aukningar á innleggi í haust.  Einnig liggja verðhlutföll milli sláturvikna fyrir en þau hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2019.

Ný lína 1944 rétta –Betra líf

Á næstu dögum munu nýjir 1944 réttir koma í verslanir.  “Betra líf með góðum mat” er slagorð nýju línunnar.
Í hverjum skammti er minna en 450 kcal, 2 grömm af salti og minna en fjögur grömm af fitu í hverjum 100 gr.  Réttirnir standast kröfur skráargatsins sem er hollustumerki sem auðveldar neytendum að velja holla matvöru.  Nýju réttirnir eru Korma kjúklingur, Stroganoff, Kjúklingur tikka masala, Lambakjöt í karrísósu og Gúllassúpa.

betralif                                         gr

Sælkerapaté – vörunýjung

Sælkera-paté er kryddað með hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum og er ljúffeng viðbót við kæfu og paté-línu SS. Gott er að smyrja því á ristað brauð, skorpuskorið. Skerið hverja sneið í 4 litla tígla og toppið með týtuberjasultu. Berið fram á rúkólasalati og sultuðum rauðlauk. Einnig er hægt að taka paté-ið úr dósinni og skera það í sneiðar með heitum hníf og raða á salatblað og skreyta með rifsberjum eða öðrum villtum berjum. Berið fram með berjasultu og baquette brauði. Einnig er gott að setja örlítið af balsamik ediki yfir í lokin.

Næring:
Orka  1294 kJ/309 kkal
Prótín 13 g
Kolvetni 5 g
Fita 26 g
Natríum 0,5 g