Kjarnfóður – gæðakerfið

SS er í samstarfi við Dansk Landbrugs Growareselskab (DLG) í innflutningi á kjarnfóðri. DLG er stærsti framleiðandinn á kjarnfóðri í Danmörku með um 29.000 bændur sem félagsmenn.

Fyrstir með ISO 22000 – 2005
DLG er fyrsti fóðurframleiðandinn í heimi sem fær vottun skv. nýjum alþjóðlegum HACCP staðli, ISO 22000 – 2005. Staðallinn er sérstaklega miðaður við fyrirtæki sem eru í matvælaframleiðslu eða tengjast henni með einhverjum hætti frá fóðurframleiðanda til matvöruverslana. Til að fá vottun þarf fyrirtæki að sýna fram á að það hafi getu til að tryggja viðvarandi öryggi matvæla t.d. skv. HACCP, en jafnframt að það hafi getu til að uppfylla kröfur kaupanda og kröfur um rekjanleika hráefna, með viðunandi hætti.

Lokað ferli
Flutningur á lausu fóðri er í lokuðu ferli. Fóðrið er sett í gáma í verksmiðju DLG í Danmörku strax eftir framleiðslu. Inn í gámnum er sterkur plastpoki sem fóðrinu er dælt inn í sem tryggir að fóðrið komist ekki í neina snertingu við gáminn eða utanaðkomandi efni eða óæskilega hluti. Fóðrinu er síðan dælt beint á síló kaupanda úr gámnum með hefðbundum hætti í því magni sem óskað er eftir. Ferlið allt og gæði hráefna tryggir ferskleika fóðursins til kaupanda.