Dagskrá aðalfundar 17. mars 2017

Auglýsing aðalfundar SS

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund á pdf. formi

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn föstudaginn 17. mars 2017 á Goðalandi  Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.

Dagskrá:

1. Setning aðalfundar, kosning starfsmanna fundarins og könnun á mætingu fulltrúa.
2. Skýrsla stjórnar félagsins.
3. Starfsemi félagsins á liðnu ári.
4. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skýrður.
5. Skýrsla skoðunarmanna.
6. Tillaga stjórnar  um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
7. Umræður um skýrslu stjórnar, skýrslu um starfsemi félagsins, ársreikning og tillögu um vexti og arð af stofnsjóði.
8. Afgreiðsla ársreiknings og tillagna um vexti og arð af stofnsjóði.
9. Kosin stjórn félagsins.
10. Kosning endurskoðenda og skoðunarmanna.
11. Ákvörðun um þóknun stjórnar, skoðunarmanna og greiðslur til fulltrúa.
12. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, löglega upp borin.

Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr.  27. gr. samþykkta félagsins.
Tillögur:

Liður 6 í dagskrá: Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.

Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 12,1%  arður af B-deild stofnsjóðs þar af er verðbótaþáttur 2,1% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 21.788.994,- eða 0,12 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 17.027.514,-  Arðleysisdagur er 20. mars og arðréttindadagur er 21. mars.  Greiðsludagur arðs er 26. apríl n.k.

Reykjavík, 16. febrúar 2017.

Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.

Dagatal 2017

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 17. mars 2017 á Goðalandi, Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.

Birtingaráætlun:
• Jan – júní 2017 uppgjör, þann 24. ágúst 2017
• Júl – des 2017 uppgjör, þann 22. febrúar 2018

Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2017, föstudaginn 23. mars 2018.

Afkoma ársins 2016

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Ársreikningur 2016 á pdf. formi

• Rekstrartekjur ársins 11.859 m.kr. en 10.701 m.kr. árið 2015
• 562 m.kr. hagnaður á árinu á móti 230 m.kr. árið áður
• EBITDA afkoma var 1.195 m.kr. en 726 m.kr. árið 2015
• Eigið fé 4.954 m.kr. og eiginfjárhlutfall 59%

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt og gott ehf.  Sláturfélag Suðurlands keypti 50% hlut í framleiðslufyrirtækinu Hollt og gott ehf. þann 31. ágúst 2015 og á frá þeim tíma 100% hlut í félaginu.  Hafa þarf það í huga við samanburð rekstrar- og efnahagsliða milli ára.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2016 var 562 m.kr. skv. rekstarreikningi.  Árið áður var 230 m.kr. hagnaður.  Eigið fé er 4.954 m.kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 59%.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 11.859 m.kr. árið 2016, en 10.701 m.kr. árið áður og hækka því um tæp 11%.  Aðrar tekjur voru 14 m.kr. en 21 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 5.877 m.kr. en 5.594 m.kr. árið áður.  Launakostnaður var 2.931 m.kr. og hækkaði um tæp 15%, annar rekstrarkostnaður var 1.870 m.kr. og hækkaði um rúmt 1%.  Afskriftir hækkuðu um tæp 13%.  Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 823 m.kr., en 396 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 1.195 m.kr.  en var 726 m.kr. árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 123 m.kr., en voru 113 m.kr. árið áður.  Gengistap var
6 m.kr. samanborið við 1 m.kr. gengishagnað árið áður.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var engin, en jákvæð um 1 m.kr. árið áður.  Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 138 m.kr. en 55 m.kr. árið áður.  Hagnaður af rekstri ársins var 562 m.kr. en 230 m.kr. árið áður. Aukinn hagnaður milli ára skýrist m.a. af betri afkomu dótturfélaga.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 1.188 m.kr. árið 2016 samanborið við 724 m.kr. árið 2015.  Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2016 voru 8.349 m.kr. og eiginfjárhlutfall 59%.   Veltufjárhlutfall var 2,7 árið 2016, en 2,1 árið áður.

Fjárfest var á árinu fyrir 433 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 633 m.kr. árið áður.  Seldar voru eignir fyrir 14 m.kr.  Á árinu var fjárfest í fasteignum fyrir 203 m.kr., vélum og tækjabúnaði fyrir 181 m.kr. og bifreiðum 49 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2016 var í aprílmánuði greiddur 12,0% arður af B-deild stofnsjóðs alls 22 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 16 m.kr.

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið er skráð á First North hjá NASDAQ OMX. Sláturfélagið hefur undanþágu frá skyldunni til þess að vera með viðurkenndan ráðgjafa skv. reglum First North. Undanþágan tók gildi 1. janúar 2017. Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu fyrri árshelmings ársins 2017 þann 24. ágúst 2017.

Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 17. mars n.k.  Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 12,1% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 2,1%, alls 21,8 m.kr. eða 0,12 kr. á hvern útgefin hlut og reiknaðir 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 17,0 m.kr.

Staða og horfur
Afkoma Sláturfélagsins batnaði milli ára og er fjárhagsstaða félagsins sterk með 59% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,7. Greiðslubyrði lána er lág miðað við greiðslugetu félagsins og skuldahlutfall lágt. Góð fjárhagsstaða gerir félaginu því kleift að takast á við fjárfestingar án nýrrar lántöku.

Innflutningur á alifuglakjöti, svínakjöti og nautakjöti er umtalsverður og hefur nú þegar haft neikvæð áhrif á rekstur afurðahluta félagsins. Gert er ráð fyrir að nýr EB tollasamningur muni hafa umtalsverð neikvæð áhrif á innlendum kjötmarkaði á næstu árum enda um verulega magnaukningu að ræða.  Sterk staða krónunnar hefur einnig haft neikvæð áhrif á verðmæti útflutnings hjá félaginu og gert ráð fyrir að svo verði áfram á árinu 2017.
Staða Sláturfélagsins á kjötmarkaði er samt sem áður sterk og ímynd meðal neytenda og bænda góð en félagið fagnaði 110 ára afmæli í janúar s.l.

Matvöruhluti innflutningsdeildar stendur frammi fyrir nýrri áskorun á vormánuðum er nýr erlendur smásölurisi kemur inn á markaðinn.  Gert er ráð fyrir að afkoma versni vegna aukinnar samkeppni og lægra verðs á innfluttum matvörum.

Búvöruhluti innflutningsdeildar hefur byggst hratt upp og er vaxandi þáttur í starfssemi félagsins. Sala á áburði, kjarnfóðri, rúlluplasti og öðrum rekstarvörum bænda gengur vel og góð tækifæri til vaxtar á komandi árum.

 

Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 2017   17. mars 2017
Janúar – júní 2017 uppgjör 24. ágúst 2017
Júlí – desember 2017 uppgjör 22. febrúar 2018
Aðalfundur 2018   23. mars 2018
Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is