Sauðfé – afurðaverð

Verðlisti kindakjöts 2015

Sú breyting er gerð frá fyrra ári að álag í vikum 36, 37 og 38 er hækkað til að hvetja bændur til innleggs fyrr til að nýta megi sláturgetu betur og draga úr kostnaði við yfirvinnu síðar í sláturtíðinni, sjá nánar í verðlista hér að ofan. Stefnt er að því að slátra ekki á laugardögum sem gerir kröfu til betri nýtingar sláturgetu í upphafi og lok sláturtíðar. Mikilvægt er að bændur panti sem fyrst fyrir slátrun hjá deildarstjórum. Nýir innleggjendur eru velkomnir til félagsins en þeir verða að reikna með slátrun fyrri hluta sláturtíðar eða í lok hennar er hægt er að taka við meira innleggi.

Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.

Pantanir fyrir slátrun
Mikilvægt er að bændur panti sem fyrst fyrir slátrun til að tryggja sér pláss. Skipulagning hefðbundinnar slátrunar er í höndum deildarstjóra og skal óskum um slátrun komið sem fyrst til þeirra. Einnig er hægt að hafa beint samband við sláturhúsið á Selfossi í  síma 480 4100.


Þjónustuslátrun
Þjónustuslátrun á sauðfé er miðvikudaginn 25 nóvember og miðvikudaginn 16. mars 2016.  Þessa sláturdaga verður greitt grunnverð sláturtíðar 2015.

Tekið er á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi í síma 480 4100.

Heimtaka
Gjald fyrir heimtöku sem er minni en 400 kg á innleggjanda verður 190 kr/kg. 7 parta sögun  er innifalin.  Fyrir það magn af dilkum sem er tekið heim umfram 400 kg á innleggjanda er gjaldið 220 kr/kg. Fínsögun kostar aukalega 35 kr/kg.  Heimtaka á fullorðnu fé kostar 3200 kr/stk.

Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og Fosshálsi er án kostnaðar og kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 50 kr/kg. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti. Sent verður með Flytjanda. Vsk bætist við ofangreindar tölur.

Fyrir sama gjald er boðið upp á frystingu á dilkakjöti og kjöti af fullorðnu en þá er ekki hægt að afhenda kjöt frá völdum býlum heldur er selt kjöt af sama gæðaflokki og beðið er um og getur verið frá öðrum. Frosið kjöt sem er selt sem heimtaka er afhent eftir innlegg eins og önnur heimtaka.

Vinsamlegast athugið að merkja við á heimtökublaðinu hvernig heimtakan á vera.  Einnig þarf að koma fram annað sem beðið er um svo sem fínsögun o.s.frv. Þessar upplýsingar verða að liggja fyrir slátrun.

Eyðublað vegna heimtöku sjá hér.

Móttaka á fullorðnum hrútum

Félagið býður í haust þá þjónustu að taka við fullorðnum hrútum til slátrunar til loka september svo fremi sem það komi ekki niður á dilkaslátrun. Ekki verður greitt fyrir fullorðna hrúta.

Fyrirvari er gerður um prentvillur !