Verðhlutföll kindakjöts haustið 2013

SS birtir nú verðhlutföll á kindakjöti fyrir haustið 2013. Ekki eru gerðar miklar breytingar frá fyrra hausti. Áætlað er að hefja slátrun 21. ágúst með um 800 kindum og 113% verðhlutfalli fyrir dilka. Síðan er slátrað 28. ágúst um 800 kindum og greitt 111% fyrir dilka. Þann 4. og 5. september er greitt 109% verðhlutfall. Samfelld slátrun hefst svo 10. september.

Breytingar sem nú eru gerðar byggja á reynslu síðasta hausts og ættu að stuðla að betri þjónustu við bændur og á sama tíma góðri nýtingu sláturhússins og lægri sláturkostnaði.

Verðhlutföll kindakjöts haustið 2013 – nánari upplýsingar.