Ný sending af rúlluplasti, neti og garni

 

Höfum fengið sendingu af rúlluplasti, neti og garni. Bjóðum upp á gott verð og greiðslukjör.  Sjá verðskrá á heimasíðunni.

Bjóðum uppá hágæða rúlluplast frá Trioplast í Svíþjóð.  Um er að ræða Tenospin plast, sem er þrautreynt og hefur reynt afbragðs vel.

 

Kostir Tenospin rúlluplasts:

  •   Framúrskarandi teygjanleiki sem tryggir loftþétta pökkun til geymslu í langan tíma

  •   Aðeins er notað úrvals hráefni við framleiðslu á Tenospin sem tryggir gæðin

  •   Mikið þanþol og styrkur til að koma í veg fyrir göt og rifur. 

  •   Límist einstaklega vel þannig að pökkunin verður loftþétt.

  •   Hefur hátt veðrunarþol, t.d. gagnvart sólarljósi

  •   Tenospin er velþekkt og viðurkennt í yfir 30 löndum

 

Tenospin, rúlluplast sem pakkar böggunum eins loftþétt og hægt er, örugglega

 

Hafið samband við sölumann okkar, Berg Pálsson í síma: 894-0491, netfang: bergur@yara.is

Einnig skrifstofu okkar að Fosshálsi 1, sími: 575-6000

SS – Fremstir fyrir námið

 

Kjötskurðarnám byggt á raunfærnimati – útskrift fyrstu nema!

Í vikunni var brotið blað í menntasögu matvælagreina þegar fyrstu nemarnir úr kjötskurðarnámi byggðu á raunfærnimati voru útskrifaðir í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli. Uppbygging námsins, kennslugögn og kennsla var unnin af SS í samstarfi við Sæmund fróða, en það er samstarfsverkefni IÐUNNAR fræðsluseturs og Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi. Það er virkileg ástæða til að vera stolt af þessu frumkvöðlaframtaki og hér með er öllum aðstandendum námsins óskað innilega til hamingju með þetta frábæra framtak!

Einnig óskar SS þeim nemendunum sem luku náminu innilega til hamingju með útskriftina. Stefnt er að því að halda áfram á þessari braut enda bíða margir spenntir eftir tækifæri til að leggja stund á þetta nám.

 

Mynd frá útskrift fyrstu nema.

nemar2012