Starfsmanna- og mannauðsmál


starfsm_skipurit 
Smellið á mynd til að skoða ( Pdf skrá )

Stefna SS er að hafa á að skipa framúrskarandi fólki sem hefur metnað & ábyrgð sem þarf til að framleiða & selja öðrum matvæli & halda leiðandi stöðu. Og að skapa þessu fólki umgjörð til að það megi vaxa í starfi & njóta hæfileika sinna & fá sanngjarna umbun fyrir.

Gæðastefna SS

  

Gæðastefna Sláturfélags Suðurlands er mörkuð í stefnumótun fyrirtækisins. Félagið skal á hverjum tíma í hugum félagsmanna, starfsfólks, neytenda og viðskiptavina vera “Fremst fyrir bragðið” í allri starfsemi sinni. Matvælaframleiðsla leggur mikla ábyrgð á herðar þeirra fyrirtækja sem hana stunda.

Sláturfélag Suðurlands leggur metnað sinn í að standa undir þeirri ábyrgð og tryggja viðskiptavinum vörugæði í samræmi við væntingar. Til að ná þessu hefur fyrirtækið haft til hliðsjónar sambærilegan rekstur í nágrannalöndum og þau skilyrði sem sá rekstur býr við.

Framleiðsla skal standast ströngustu erlendar gæðakröfur til að tryggja framleiðsluöryggi og aðgang að erlendum mörkuðum. Framleiðslan skal standast samanburð við sambærilega erlenda samkeppnisaðila m.t.t. afkasta, nýtingar og gæðastjórnunar. Til að ná settum markmiðum nýtir Sláturfélag Suðurlands sér hugmyndafræði altækrar gæðastjórnunar í samfelldri og viðvarandi endurskoðun á rekstri félagsins. GÁMES gæðakerfum hefur verið komið á í öllum framleiðsludeildum og er það í samræmi við áform félagsins um að tryggja neytendum öruggar matvörur.
 
Það er nauðsynlegt fyrir Sláturfélags Suðurlands að starfsemi þess sé í sátt við umhverfið. Félagið er að stórum hluta í eigu bænda sem leggja inn afurðir sínar til úrvinnslu og markaðssetningar. Frammistaða íslensks landbúnaðar með tilliti til náttúruverndar er því samtvinnuð ímynd félagsins.

Félagið hefur vistvæn sjónarmið að leiðarljósi í starfsemi sinni með tilliti til umhverfis og framleiðslu.
 
Hlutdeild innlendrar framleiðslu skal styrkt og viðhaldið með áherslu á hreinleika og faglega og vistvæna ímynd.

Til að framfylgja gæðastefnu fyrirtækisins er einstökum einingum (deildum, hópum og/eða starfsmönnum) sett markmið.


Starfsmanna og mannauðsmál


starfsm_skipurit 
Smellið á mynd til að skoða ( Pdf skrá )

Stefna SS er að hafa á að skipa framúrskarandi fólki sem hefur metnað & ábyrgð sem þarf til að framleiða & selja öðrum matvæli & halda leiðandi stöðu. Og að skapa þessu fólki umgjörð til að það megi vaxa í starfi & njóta hæfileika sinna & fá sanngjarna umbun fyrir.

Endurfundir eftir hálfa öld

Slátrarar hjá SS á Hellu komu saman til endurfunda eftir hálfa öld í Árhúsum við Ytri-Rangá á laugardaginn 5. nóvember sl. Yfir sláturtíðina bjuggu þeir flestir í bragganum sæla á bakka Ytri-Rangár. Þetta fólk var margt við störf hjá SS ár eftir ár og traust vinátta skapaðist sem enst hefur vel og lengi lifir í gömlum glæðum.

slatrarar_koma_saman

Lesið greinina í heild í bændablaðinu bls 12 frá 24.nóvember sl. eða smellið á linkinn hér að neðan til að sjá blaðið á PDF formi.
http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5142