Hækkun bændaverðs á hrossum

Í upphafi ársins 2007 hóf SS að leita fyrir sér með útflutning á hrossaafurðum, sem legið hafði niðri um nokkurt skeið eftir að Japansmarkaður lokaðist.  Á þeim tíma var mikið framboð á sláturhrossum.  Biðlistar með hundruðum hrossa voru hjá sláturleyfishöfum um allt land og afsetning hrossaafurða lítil sem engin.  Þá var bændaverð á HR1 A 61,20 kr/kg.
 
Skemmst er frá því að segja að samstarf við erlenda kaupendur hefur verið farsælt og skilað góðum árangri.  Nú er svo komið að framboð sláturhrossa hérlendis annar ekki eftirspurn og verð á erlendum mörkuðum fer hækkandi.

Það er ánægjulegt að geta nú tilkynnt um hækkun bændaverðs fyrir HRI A úr 105 kr/kg. í 130 kr/kg. og samsvarandi hækkun á öðrum flokkum hrossakjöts.  Hækkunin gildir frá og með mánudeginum, 28. febrúar og nemur u.þ.b. 24%.

Eftir þessa hækkun hefur bændaverð á hrossum meira en tvöfaldast frá árinu 2007.  SS hefur leitt þá hækkun og greiðir nú hæsta verð sláturleyfishafa fyrir hrossakjöt.

Nánari upplýsingar í afurðaverðskrá folalda og hrossa.