Sauðfé – Afurðaverð 2010

Sauðfé – Afurðaverðskrá 2010
Verðskrá fyrir sauðfé haust 2010. 

Athugið:  26. ágúst 2010 er verð á DR2 hækkað um 10 kr/kg og FR3 um 9 kr/kg. 
Þann 1. september 2010 er verðskrá hækkuð enn frekar.
 
Verðskrá 1. september 2010 á pdf formi.

 Í fréttabréfi 22. júlí 2010 er að finna nánari upplýsingar

Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.
 
Verðskrá kr/kg án vsk.:

 

Sláturvikur

Flokkur

V 36 -37

V 38

V 39

V 40

V 41

V 42

V 43 –

DE1 500 477 459 450 445 441 436
DE2 500 477 459 450 445 441 436
DE3 481 459 442 433 428 424 420
DE3+ 422 402 387 379 376 372 368
DE4 306 292 281 275 273 270 267
DE5 280 267 257 252 249 247 244
DU1 484 462 445 436 431 427 423
DU2 490 467 450 441 436 432 427
DU3 466 444 427 419 415 411 406
DU3+ 419 400 385 377 374 370 366
DU4 305 291 280 274 272 269 266
DU5 273 261 251 246 243 241 238
DR1 439 419 403 395 391 387 383
DR2 468 446 429 421 417 412 408
DR3 434 414 398 390 386 382 378
DR3+ 354 338 325 319 316 313 309
DR4 273 261 251 246 243 241 238
DR5 264 252 243 238 235 233 231
DO1 382 365 351 344 340 337 333
DO2 437 417 401 393 389 385 381
DO3 371 354 341 334 330 327 324
DO3+ 337 322 309 303 300 297 294
DO4 265 253 244 239 236 234 232
DO5 261 249 240 235 232 230 228
DP1 336 320 308 302 299 296 293
DP2 336 320 308 302 299 296 293
VP1 275 263 253 248 245 243 240
VR3 321 307 295 289 286 283 280
VR4 281 268 258 252 250 247 245
VHR3 83 79 76 74 74 73 72
VHR4 57 55 53 51 51 50 50
VHP1 66 63 61 59 59 58 58
FP1 61 58 56 54 54 53 53
FR3 127 121 116 114 113 112 110
FR4 57 55 53 51 51 50 50

Vetrarslátrun
Vetrarslátrun verður kynnt síðar. 

Nauðsynlegt er að bændur í samstarfi við deildarstjóra á hverju svæði sameini litla sláturhópa til að flýta fyrir og halda kostnaði við flutninga í lágmarki. Sem fyrr er brýnt að sláturgripir séu hreinir þannig að tryggja megi hreinlæti við slátrun og heilbrigðar afurðir.

Tekið er á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi, s. 480 4100.

  
Heimtaka
Greitt er fast gjald pr. stk fyrir slátrun. Gjaldið er 2.900 kr/dilk og 3.100 kr/fullorðið og er 7 parta sögun innifalin í gjaldinu fyrir þá sem það vilja. Auk þess er boðin fínsögun og kostar hún aukalega 650 kr/stk. Afhending á Selfossi er án kostnaðar og kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 600 kr/stk en stærstur hluti þess er kostnaður við kassa og poka undir kjötið. Sent verður með Flytjanda. Vsk bætist við ofangreindar tölur.

Vinsamlegast athugið að merkja við á heimtökublaðinu hvort heimtakan á að vera ósöguð eða söguð í 7 parta.  Einnig þarf að koma fram annað sem beðið er um svo sem fínsögun o.s.frv. Þessar upplýsingar verða að liggja fyrir við afhendingu, fyrir slátrun.

Eyðublað vegna heimtöku sjá hér

Gjaldtaka fyrir heimtöku er fyrir sláturkostnaði og er hugsuð sem búbót fyrir bændur til eðlilegrar heimanotkunar  Ef bændur óska eftir að taka meira heim er um verktökuslátrun að ræða sem verður metin hverju sinni hvort hægt er að verða við henni og hvernig hún verður verðlögð.

Mikilvægt er að bændur panti sem fyrst fyrir slátrun til að tryggja sér pláss. Á þetta einkum við vikur fyrir og eftir hefðbundna slátrun sem eru með takmörkuðu magni. Ef ekki er samkomulag við deildarstjóra um annað skulu þessar pantanir berast beint til Selfoss.

Skipulagning hefðbundinnar slátrunar er í höndum deildarstjóra og skal óskum um slátrun komið sem fyrst til þeirra.


Fyrirvari er gerður um prentvillur !

Veislulausnir – vörunýjung

Nú hefur SS komið með frábæra og ódýra lausn fyrir veisluna þína, hvort sem það er brúðkaup, ættarmót, ferming, útskrift  eða hvaða tilefni sem er. SS hefur gríðarmikla og áralanga reynslu og þekkingu á framleiðslu á tilbúnum veitingum. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af ljúffengum veisluréttum á hagkvæmu verði.
Með veislulausnum SS færðu eldaðan mat tilbúinn til að bera á borð. Þú getur valið um að bera kjötið fram kalt eða heitt, sósu og kartöflur þarf að hita. Það eina sem þarf því að gera er að hita matinn og raða honum og öðru meðlæti fallega á borð. Góðar leiðbeiningar um framreiðslu fylgja með.
Nánari upplýsingar fást í söludeild okkar í síma 5756060
Bæklinga á tölvutæku formi og fleira er hægt að nálgast
hér.

Verði þér að góðu!